Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Afsagnir.

Varaformaður 17. júní nefndarinnar á Drangsnesi hefur sagt af sér.
Afsögnin er óútskírð en kemur í kjölfar mjög stormasams fundar sem haldin var í nefndinni um helgina.
Þar dundu ásakanir á formanninum, en hann hafði látið hafa það eftir sér á bloggsíðu að honum finndist að það ætti að hafa blöðruþema í skrúðgöngu næsta árs í stað hinna hefðbundnu vindrellna sem yfirleitt eru notaðar við hátíðleg tilefni í Drangsnesi.
Þessi afsögn er ekki talin munu valda straumhvörfum frekar en aðrar afsagnir undanfarið, þó hafa blaðamenn frá Markaskránni og Mogganum eltst við varaformanninn fyrrverandi í dag auk þess sem herramaður frá vefmiðlinum Baggalút mun hafa sent honum svohljóðandi sms. Akkurru?
mbl.is Dómsmálaráðherra: „Alþingi verður svipminna og leiðinlegra"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til sakleysisins

eins og sólargeisli skín á sumardegi

syngur þrösturinn á grein í maí

mig langar til að tala en ég þegi

því töluð orð þau skemma hvítan snæ

 

því að ósnert blómin ilma betur

og engin hefur náttúruna bætt

og jafnvel þó að ríki rökkurs vetur

þá roðnar fönn hvar fugli hefur blætt

 

og þó að fögur kona kveiki bál

og kunni mann að glepja á marga lund

þá finna allir hver í sinni sál

að saklaust barn er kóngur hverja stund

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband