Hugsun um tilveru og margbreytileika hlutanna.

Blá eru fjöllin, bara þó

ef  bæjarleið er til þeirra

Í nálægð virðast hnjúkar þeirra hólar smáir

 

Sönn er fegurð ef sýnist

sannari við bæjardyrnar

og lýti fjarskans breytast í björtustu demantana

 

Hugsun sem bærist í brjóstinu

bara lýsir upp sálina

þegar nálægðin upplýsir einmannaleikann

 

Söknuður er ekki umbeðinn

aðeins sálin skilur hann

ef ljósið deyr lifna myrkið og hugsunin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært, haltu áfram að blögga og birta vísur hér.

Wayne G. (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband