Vor og vinstra vor. Haust og hægra haust. Leiðin til Helvítis og Davíðs leið til Helvítis.

Ég las í dag  (já ég kann að lesa.) þessa vísu eftir Davíð nokkurn Oddsson eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður.

Kannski er hún ekkert eftir DO því að það stóð í Fréttablaðinu og er þá sennilega lygi eða hvað?

Alla vega vildi blaðamaðurinn að henni yrði svarað og mér datt í hug svar (það er neðri vísan sem er eftir mig, hin er kannski eftir Davíð).

 

Ríkisstjórn með þrótt og þor,

á þjóðráðunum lumar.

Ef við kjósum vinstra vor,

verður ekkert sumar.

 

Eitt sólríkt eilíft íhaldsvor,

í auði mátti keppa.

Nú fennir loks í frelsis spor,

en fylgdi sumri  kreppa.

Bloggfærslur 16. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband