Hugsun um tilveru og margbreytileika hlutanna.
17.10.2008 | 23:36
Blá eru fjöllin, bara þó
ef bæjarleið er til þeirra
Í nálægð virðast hnjúkar þeirra hólar smáir
Sönn er fegurð ef sýnist
sannari við bæjardyrnar
og lýti fjarskans breytast í björtustu demantana
Hugsun sem bærist í brjóstinu
bara lýsir upp sálina
þegar nálægðin upplýsir einmannaleikann
Söknuður er ekki umbeðinn
aðeins sálin skilur hann
ef ljósið deyr lifna myrkið og hugsunin